69.900 kr. 49.900 kr.
One tour per person
Popular!
All Year
Season
3 Days
Duration

Komdu og upplifðu nærandi ævintýrahelgi á Midgard Base Camp þar sem við tvinnum saman náttúruupplifun, afslöppun og frábærum mat.

Í hnotskurn: Gleðihelgi og smá dekur fyrir vinkonur/vini/vinahópa: slappa af, njóta, gleðjast, smá ögrun og tilbreyting.

Lengd: frá föstudagskvöldi til sunnudags eftirmiðdags.

HVAÐ ER INNIFALIÐ?

  • Ísganga á Sólheimajökli
  • Gönguævintýri um perlur Fljótshlíðar
  • Jógatími
  • Gisting í koju á Midgard Base Camp (uppfærsla í 2ja manna herbergi kostar 4.500 kr. á mann per/nótt)
  • Aðgangur að heitum potti og sauna
  • Fullt fæði frá föstudagskvöldi til sunnudags eftirmiðdags

VERÐ:

69.900 kr. á mann

Kynningartilboð: 49.900 kr. á mann

Þú getur nýtt ferðagjöfina! Sjá leiðbeiningar aðeins neðar.

 

DAGSETNINGAR

12.-14. febrúarKvennaferð (lágmark 20 manns)

Allar ferðar eru með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist. Ertu með ákveðna dagsetningu í huga eða langar þig í „prívat“ ferð? (18 manns er lágmarkið). Sendu okkur fyrirspurn hér eða sendu okkur póst á adventure@midgard.is.

 

ÆVINTÝRI OG NÁTTÚRUUPPLIFUN

Við munum fá góðan skammt af útiveru. Við munum fara í jöklagöngu á Sólheimajökli sem er einstök upplifun. Fyrir áhugasama verður líka í boði að prófa ísklifur. Engin reynsla af jöklagöngu eða klifri er nauðsynleg. Við munum einnig fara í gönguævintýri um einhverja af perlum Fljótshlíðar. Margar einstakar gönguleiðir eru á svæðinu og við munum velja þá leið sem hentar hópnum best. Veðurguðirnir munu mögulega sjá til þess að við stígum örlítið út fyrir þægindarammann en hópurinn verður í öruggum höndum reyndra leiðsögumanna Midgard Adventure.

ENDURNÆRANDI DVÖL

Eftir jöklaævintýrið munum við slaka á með afslappandi jógatíma, sniðnum til að teygja úr þreyttum vöðvum og róa hugann. Tíminn hentar öllum getustigum, byrjendum sem lengra komnum. Með því að vinna með jafnvægi, sveigjanleika og slökun mun þreytan líða úr okkur.

Eftir að hafa andað að okkur fersku lofti yfir daginn og teygt á okkur og slakað á í jógatíma er upplagt að hvíla þreytta vöðva í heita pottinum og gufubaðinu, jafnvel með ískaldan bjór eða kokkteil við hönd.

Matur er stór partur af öllum góðum ferðum. Í þessari ferð munu kokkarnir á Midgard sjá okkur fyrir gómsætum mat sem bæði nærir og kætir. Við leggjum áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og að gera allt frá grunni.

DAGSKRÁ

Föstudagur

16.00-18.00 Mæting á Midgard Base Camp

19:00 Fordrykkur

19:30 Kvöldverður

Laugardagur

09:00 Morgunverður

10:30 Lagt af stað í jöklagöngu / klifur

17:00 Komið aftur á Midgard Base Camp

17:00 Heitur pottur og gufubað

19:30 Kvöldverður

Sunnudagur

09:30 Brunch

11:00 Lagt af stað í göngu

16:00 Komið til baka að Midgard Base Camp og hver heldur til síns heima

 

BÓKAÐU Í DAG OG UPPLIFÐU ÆVINTÝRAHELGI MIDGARD!

ALGENGAR SPURNINGAR

Sérherbergi: 

Hægt er að breyta gistingu í sérherbergi á meðan húsrúm leyfir. Uppfærsla í 2 manna herbergi kostar 4.500 kr. á mann per/nótt. Vinsamlega sendið okkur póst á adventure@midgard.is til að óska eftir sérherbergi.

Breytingar á dagskrá:

Langar þig að breyta dagskránni eða bæta einhverju við? Við getum bætt við meira adrenalíni eða gert meira úr afslöppun, hvað myndi henta þínum hópi? Heyrðu endilega í okkur með því að senda okkur póst á adventure@midgard.is.

Smitgát:

Við leggjum að sjálfsögðu áherslu á að sóttvarnarreglur séu virtar. Við biðjum því alla að vera með grímur á meðan við erum inn í bílunum á ferð okkar til og frá jöklinum og eins þegar við förum í gönguna. Við mælum einnig með að allir hafi handspritt meðferðis og virði fjarlægðamörk.

Afbókunar- og endurgreiðsluskilmálar:

  • 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
  • 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
  • Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef við neyðumst til að aflýsa ferðinni vegna veðurs þá endurgreiðum við að sjálfsögðu að fullu. Ef veður yrði mjög vont þá gætum við a) gert breytingar á ferðatilhögun eða b) kynnt til sögunnar aðra gönguleið þar sem veður væri betra. Ef til þess kæmi að leið b) yrði valin þá verður það kynnt sérstaklega og fólki gefinn kostur á að samþykkja eða hætta við.

Ferðagjöfin:

Til þess að nýta ferðagjöfina þarftu að ná í Ferdagjof appið í símann þinn og fylgja leiðbeiningum til að ná í kóða sem þú setur svo undir „gift certificate“ í bókunarferlinu.

 

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningu? Hafðu samband við okkur hér eða sendu okkur póst á adventure@midgard.is. Þú getur einnig hringt í okkur í síma 578 3370.

 

RÉTT Í LOKIN…TVÆR SPURNINGAR

VILTU VITA MEIRA UM MIDGARD BASE CAMP?

Midgard Base Camp á Hvolsvelli býður upp á bæði hótel og hostel gistingu. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldur (börn elska að gista hjá okkur), vinahópinn og pör. Yndislegur heitur pottur með mögnuðu útsýni, sauna, stórt sameiginlegt rými, bar, veitingastaður, gestaeldhús, aðstaða til að þurrka tjöld og búnað, þvottavél, þurrkari, næg bílastæði og margt fleira.

>> Kynntu þér Midgard Base Camp betur hér!

VISSIR ÞÚ AF MIDGARD RESTAURANT?

Veitingastaðurinn okkar býður upp á “FEEL GOOD FOOD”  sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

>> Smelltu hér til að lesa meira!