45.000 kr.
One tour per person
Popular!
Jun-Sept
Season
3 Days
Duration

Komdu með Midgard í 3ja daga gönguferð þar sem við munum upplifa ótrúleg nátturuundur Torfajökuls og Landmannalaugasvæðisins.

Við munum ganga um Jökulgil, Hattver, Uppgönguhryggi og Skallaleið sem eru einstakir staðir. Gist er í tjaldi og við munum bera farangurinn sjálf (Ekkert trúss í boði).

Ferðalýsing:

Dagur 1.

Farið snemma morguns frá Midgard með rútu inn í Landmannalaugar.
Gengið sama dag frá Landmannalaugum, inn að Brennisteinsöldu og þaðan í gegnum hverasvæðið við Háahver inn í Hattver. Gist í tjöldum í Hattveri.
Dagur 2.

Gengið frá Hattveri að Grænahrygg. Bæði Hattver og sérstaklega grænihryggur eru algjör undur í íslenskri náttúru. Á þessari dagleið þarf að vaða allnokkrar kvíslar jökulárinnar í Jökulgili. Gist aftur á sama stað í Hattveri.

Dagur 3.

Gengið aftur í Landmannalaugar um Uppgönguhryggi og í hlíðum Skalla.
Ekið aftur að Midgard.

Hvað er innifalið?

  • Gönguleiðsögn í þrjá daga
  • Skutl frá Hvolsvelli að Landmannalaugum
  • Flutningur til og frá Landmannalaugum að og frá Midgard Base Camp
  • Undirbúningsfundur (Kennsla í pökkun og farið yfir búnað/mat)

Verð?

Ferðin kostar 45.000 ef farið með Midgard í bílum inn og út úr Landmannalaugum.
Ferðin kostar 35.000 ef þið komið á eigin bílum í Landmannalaugar.

Mjög takmarkað sætaframboð í boði!

Þú getur nýtt ferðagjöfina! Sjá leiðbeiningar aðeins neðar.

Fyrir hverja er þessi ferð?

Þessi ganga er fyrir alla sem vilja upplifa náttúruundur Torfajökuls og Landmannalaugasvæðisins. Við munum sjá til þess að gönguhraðinn henti öllum.

Dagsetning:

18.-20. ágúst 2020

Ferðagjöfin:

Til þess að nýta ferðagjöfina þarftu að ná í Ferdagjof appið í símann þinn og fylgja leiðbeiningum til að ná í kóða sem þú setur svo undir “gift certificate” í bókunarferlinu.

 

BÓKAÐU Í DAG OG UPPLIFÐU GRÆNAHRYGG OG HATTVER!

 

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningu? Hafðu samband við okkur hér eða sendu okkur póst á adventure@midgard.is. Þú getur einnig hringt í okkur í síma 578 3370.

 

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

Afbókunar- og endurgreiðsluskilmálar eru eftirfarandi:

  • 80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
  • 50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
  • Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef við aflýsum ferðinni vegna veðurs þá endurgreiðum við að sjálfsögðu að fullu. Við stefnum þó á að svo verði ekki. Ef veður yrði mjög vont þá gætum við a) gert breytingar á ferðatilhögun og gert göngur frá Landmannalaugum eða b) kynnt til sögunnar aðra gönguleið þar sem veður væri betra. Ef til þess kæmi að leið b) yrði valin þá verður það kynnt sérstaklega og fólki gefinn kostur á að samþykkja eða hætta við.

 

RÉTT Í LOKIN…TVÆR SPURNINGAR

VISSIR ÞÚ AF MIDGARD BASE CAMP?

Midgard Base Camp á Hvolsvelli býður upp á bæði hótel og hostel gistingu. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldur (börn elska að gista hjá okkur), vinahópinn og pör. Yndislegur heitur pottur með mögnuðu útsýni, sauna, stórt sameiginlegt rými, bar, veitingastaður, gestaeldhús, aðstaða til að þurrka tjöld og búnað, þvottavél, þurrkari, næg bílastæði og margt fleira.

>> Kynntu þér málið hér!

VISSIR ÞÚ AF MIDGARD RESTAURANT?

Veitingastaðurinn okkar býður upp á “FEEL GOOD FOOD”  sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

>> Smelltu hér til að lesa meira!