38.000 ISK
One tour per person
Nýtt!
6.-7. maí 2023
Season
2 dagar/ 1 nótt
Duration

Hlaupahelgi með Midgard

Byrjum hlaupasumarið 2023 í ævintýra bakgarði Midgard. Nákvæmt leiðarval verður sveigjanlegt og ræðst eftir aðstæðum en við munum velja skemmtilegustu hlaupaleiðina hverju sinni. Hlaupaleiðir eru margar í næsta nágrenni við Midgard og stefnum við á hlaupaleiðir í Fljótshlíðinni fögru.

Ferðalýsing

Laugardagurinn:

Hópurinn mætir á Midgard Base Camp á laugardagsmorgni. Morgunverðarhlaðborðið bíður þar eftir ykkur. Eftir stuttan kynningafund verður haldið af stað í hlaup dagsins. Þið sameinist í ykkar bíla og keyrið inn að Fiská þar sem að hlaupið byrjar. Hlaupaleiðin er í kringum Þríhyrning og niður Tumastaðarskóg. Þennan dag er hægt að velja á milli tveggja vegalengda; 10km og 20 km. Við endum hlaupið á jóga í Tumastaðarskógi ef að veður leyfir. Höldum svo heim á Midgard þar sem að fólk getur mýkt stirða vöðva í heitum potti og gufubaði. Í kvöldmat er boðið upp á ævintýra borgara að hætti Midgard og bjór/gos. Þegar úthaldið er búið er lagst til hvílu í uppábúinni lúxuskoju.

Sunnudagurinn:

Eftir góðan svefn og staðgóðan morgunmat heldur hópurinn af stað inn að Þórólfsfelli. Við höfum sama fyrirkomulagið og fyrri daginn um að sameinast í ykkar bíla og keyra inn eftir Fljótshlíðinni. Þetta verður skemmtilegur hlaupadagur með sirca 10-16 km löngu hlaupi í kringum Þórólfsfell.  Eftir hlaupið mun hópurinn taka jógaflæði saman og gæða sér svo á grilluðum pulsum og köldum bjór eða gosi áður en haldið er af stað heim á leið.

 

Hvað er innifalið?
  • Tveggja daga hlaupaleiðsögn
  • Jóga
  • Gisting í eina nótt í koju á Midgard Base Camp (uppfærsla í sérherbergi er í boði)*
  • Morgunverður (x2)
  • Hádegisverður (x1)
  • Kvöldverður (x1)
  • Aðgangur að heitum potti og sauna á Midgard Base Camp

 

Verð: 38.000 kr. á mann

*Hægt er að uppfæra í sérherbergi með því að senda póst á adventure@midgard.is.

 

Dagsetning:

6.-7. maí 2023

 

Leiðsögumaður:

Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir er ástríðuhlaupari sem elskar að hlaupa úti í náttúrunni og njóta umhverfisins. Hún hefur mikla reynslu af hlaupum á stígum, utanvega og á malbiki. Mikil félagsvera sem finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa með hópi af hressum hlaupurum. Hefur hlaupið með hópa frá árinu 2018.

Ragnheiði til stuðnings verða hlaupaleiðsögumenn frá Midgard.

Nestispakki

Í bókunarferlinu getur þú bætt við nestispakka til að hafa með í hlaupið fyrri daginn. Í honum er:
– Kljúklingabaunavefja (vegan)
– BLT samloka (hægt er að óska eftir vegan útgáfu)
– Skyr
– Ávöxtur
– Múslístykki
– Lítið súkkulaðistykki
 
Verð: 4.000 ISK
Lýsing á innihaldi vefjunnar: Salat, kjúklingabaunir, rauðlaukur, súrar gúrkur, kapers, vegan majó, ferskt dill, fersk steinselja, sítrónusafi, salt og pipar
 
Ps. á myndinni er vatnsflaska en hún fylgir ekki með í nestispökkunum. Því biðjum við ykkur að koma með eigin vatnsflösku.

Búnaðarlisti:

Til að allir séu sem öruggastir á hlaupum þá eru nokkrir hlutir sem er skylda að hafa með í hlaupin.
Skyldubúnaður fyrir hlaup:

  • Regnheldur jakki
  • Buff eða annarskonar höfuðfat
  • amk 500 ml af drykkjarvökva
  • 2 gel eða álíka næring sem auðvelt er að grípa í á hlaupum eða í stoppi
  • álteppi
  • Hlaupabroddar (ef að vorið hefur ákveðið að seinka komu sinni)

Við mælum með því að auk skyldubúnaðarins hafi hlauparar þessa hluti tiltæka:

  • Regnheldar buxur
  • Vettlinga
  • Flautu (eru í flestum hlaupavestum)
  • Hlaupavesti með nóg af plássi til að geyma skyldubúnaðinn.

Gistingin:

Kojuherbergin eru 4-6 manna. Við reynum eftir fremsta megni að setja vinahópa saman í herbergi. Kojuherbergin eru mjög skemmtileg. Þau státa af veglegum, heimasmíðuðum kojum sem eru boltaðar í gegnum vegginn. Rúmin er uppábúin og dýnurnar, sængurnar og sængurverin eru af góðum gæðum. Kojurnar eru þannig útbúnar að hægt er að draga gardínu fyrir, þannig fæst meira næði. Hver koja er jafnframt með sér rafmagnstenglum og læstri hirslu. Klósett og sturtur eru sameiginleg.

 

BÓKAÐU Í DAG OG GERÐU MAÍ AÐ FRÁBÆRUM MÁNUÐI!

 

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningu? Hafðu samband við okkur hér eða sendu okkur póst á adventure@midgard.is. Þú getur einnig hringt í okkur í síma 578 3370.

 

RÉTT Í LOKIN…TVÆR SPURNINGAR

VILTU BÓKA FLEIRI NÆTUR Á MIDGARD BASE CAMP?

Midgard Base Camp á Hvolsvelli býður upp á bæði hótel og hostel gistingu. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldur (börn elska að gista hjá okkur), vinahópinn og pör. Yndislegur heitur pottur með mögnuðu útsýni, sauna, stórt sameiginlegt rými, bar, veitingastaður, gestaeldhús, aðstaða til að þurrka tjöld og búnað, þvottavél, þurrkari, næg bílastæði og margt fleira.

>> Kynntu þér málið hér!

 

VISSIR ÞÚ AF MIDGARD RESTAURANT?

Veitingastaðurinn okkar býður upp á bragðgóðan mat  sem bæði nærir og kætir. Við leggjum áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á rétti fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

>> Smelltu hér til að lesa meira!

Fjallabak syðra með Midgard
Midgard Accommodation