One tour per person

UPPLIFÐU JÖKULÆVINTÝRI!

Leiðsögumenn hitta hópinn á bílastæðinu við Sólheimajökul. Þaðan er gengið í átt að jöklinum sem tekur um 15-20 mínútur. Áður en lagt er af stað á jökulinn sjálfan fara leiðsögumenn yfir öryggisatriði og hópurinn fær aðstoð við að að festa á sig ísbrodda. Í kjölfarið er haldið af stað í gönguferð um jökulinn þar sem leiðsögumenn gefa hópnum innsýn í undraheim jökla og útskýra eðli þeirra og sögu. Leiðsögumenn munu svo setja upp línur og bjóða hópnum að prófa ísklifur í mismunandi halla. Þetta er frábær skemmtun og einstök upplifun. Engin reynsla af ísgöngu eða klifri er nauðsynleg.

Innifalið:

  • Ísganga
  • Ísklifur
  • Leiðsögn um jökulinn
  • Öryggisbúnaður (hjálmur, belti og broddar)

Hvar:

Hópurinn hittist á Bílaplaninu við Sólheimajökul kl. 11. Sjá staðsetningu á Google Maps hér.

Hvenær:

Dagsetningar koma fram í bókunarferlinu. Ertu með aðra dagsetningu í huga? Sendu okkur endilega póst á adventure@midgard.is.

Tímalengd:

5-6 tímar

Lágmarksþátttaka:

8 í hverri ferð. Ef lágmarksþátttaka næst ekki munum við hafa samband við þá sem eru skráðir.

Erfiðleikastig:

Meðal. Jökullinn er hæðóttur þannig fólk þarf að vera gott til gangs. Ísklifur er valfrjálst.

Útbúnaður:

Hlý föt. Gott að vera í lögum þannig hægt sé að klæða sig úr og í. Við mælum með að vera með lítinn bakpoka. Hitastigið á jöklinum er alltaf nokkrum gráðum lægra. Mikilvægt er að vera í hörðum skóm (t.d. gönguskóm). Annars er hætta á að broddarnir eyðileggi skóna. Midgard skaffar allan öryggisbúnað (brodda, belti og hjálm).

Nesti:

Gestir koma með eigið nesti eða panta nesti frá Midgard (2.500 kr.). Sjá nánari upplýsingar neðar.

Hvernig bóka ég?

Þú bókar hér á síðunni. Til að virkja gjafabréfið slærð þú inn ADVANIA2020 undir „Promo Code or Gift Card“ og setur inn númer gjafabréfs undir „Questions“.

 

BÓKAÐU Í DAG OG UPPLIFÐU JÖKULÆVINTÝRI MEÐ MIDGARD ADVENTURE!

Hafðu samband!

Ertu með spurningu? Sendu okkur póst á adventure@midgard.is og við svörum um hæl. Þú getur einnig hringt í okkur í síma 578 3370.

 

Nánari upplýsingar og algengar spurningar

Nestisbox frá Midgard Restaurant

Þegar þú bókar ferðina stendur þér til boða að bóka nestisbox frá Midgard Restaurant. Hvert nestisbox inniheldur:
– Vefju
– Skyr
– Ávöxt
– Múslístykki
– Lítið súkkulaðistykki
– Vatnsflösku

Verð: 2.500 kr.

Endilega sendið okkur póst á adventure@midgard.is ef þið eruð með séróskir eða ofnæmi. Nestisboxið er tilvalið fyrir grænmetisætur.

Gistimöguleikar

Viltu gera meira úr deginum og gista á Midgard Base Camp? Á meðan á Covid faraldrinum stendur bjóðum við upp á „Airbnb“ gistingu. Í boði er uppábúið rúm í kojuherbergi (4 eða 6 manna) á 4.000 kr. og tveggja manna herbergi með sérbaði á 13.900 kr.  Aðgangur að sauna og yndislegum heitum potti með frábæru útsýni yfir Eyjafjallajökul er innifalinn í gistingu. Gestir hafa einnig fullan aðgang að gestaeldhúsi og stóru sameiginlegu rými. Vinsamlega sendið póst á sleep@midgard.is til að bóka gistingu. Viltu vita meira um Midgard Base Camp? Smelltu hér til að skoða heimasíðuna og horfðu einnig á myndbandið neðst á þessari síðu.

Er hægt að bóka fyrir fjölskyldumeðlim eða vin?

Ykkur er velkomið að bóka einnig fyrir vin eða fjölskyldumeðlim. Vinsamlega sendið póst á adventure@midgard.is til að ganga frá bókun. Þátttakendur verða að vera 14 ára eða eldri.