One tour per person

SKÓLAHÓPARFERÐIR MEÐ MIDGARD

Við bjóðum upp á skólahópaferðir fyrir nemendur í grunnskólum, framhaldskólum og háskólum. Ferðirnar eru blanda af ævintýri, spennandi fróðleik og gleði. Okkar markmið er að nemendur upplifi nýja hluti og víkki sjóndeildarhringinn. Ferðirnar eru mismunandi en allar eiga þær sameiginlegt að náttúran spilar þar stórt hlutverk ásamt hópefli og fróðleik. Við getum sniðið ferðirnar að námskrá eða út frá áhuga hópsins.

Við getum útbúið pakka sem inniheldur afþreyingu, ferðir, mat og fæði. Hafðu samband og við sendum á þig tillögu. Til að hafa samband getur þú notað fyrirspurnarformið á þessari síðu, sent okkur póst á adventure@midgard.is eða heyrt í okkur í síma 578 3370.

Hugmyndir

Hér eru nokkrar hugmyndir um hvað er hægt að gera. Listinn er ekki tæmandi en ætti að gefa grófa hugmynd um hvað er mögulegt:

  • Þórsmerkurferð. Margir nemendur hafa aldrei farið þangað áður. Þarna eru margir möguleikar. Til dæmis ganga upp á Valahnúk eða Tindfjallahringinn.
  • Nauthúsagil og Gígjökull.
  • Grilla brauð eða sykupúða í Tumastaðaskógi. Blanda við hópefli.
  • Hnútakynning – nemendur læra að binda hnúta
  • Kynning á starfi Hjálpasveitarinnar á Hvolsvelli
  • Ferð í Lava Centre á Hvolsvelli
  • Ísganga eða ísklifur á Sólheimajökli
  • Jóga, í Midgard Base Camp eða úti
  • Sundferð
  • Ganga í nágrenni Hvolsvallar og kennsla á áttavita
  • Kynning frá reyndu fjallafólki. Þau segja frá ævintýrum sínum í tali og myndum

Frábær aðstaða í Midgard Base Camp

Aðstaðan í Midgard Base Camp hentar sérstaklega vel fyrir skólahópa. Ferðirnar hefjast þaðan, þar gista nemendur og borða. Þar er einnig mjög góð aðstaða fyrir hópavinnu og kvöldvökur. Andrúmsloftið er vinalegt og afslappað. 

Nemendur gista í kojuherbergjum sem eru annað hvort 4 eða 6 manna. Kojurnar eru sérstaklega vandaðar en við smíðuðum þær sjálf. Hönnunin er skemmtileg og þægindin eru óvenjuleg. Rúmin eru uppábúin og hver koja er með litlu ljósi, rafmagnsinnstungu, læstri hirslu og gardínu til að fá meira næði. Nemendur fá aðgang að heita pottinum og gufunni. 

Veitingastaðurinn okkar er með sérstakan matseðli fyrir skólahópa. Foreldrar/kennarar gista vanalega í prívatherbergjum eða í 4 manna kojuherbergi.

Hafðu samband

Hafðu samband og við sendum á þig tillögu að ferð. Nýttu fyrirspurnar formið á þessar síðu, sendu okkur póst á adventure@midgard.is eða heyrðu í okkur í síma 578 3370. Gott er að láta upplýsingar um stærð hóps, fjölda forráðamanna/kennara og dagsetningar fylgja með. Eins ef hópurinn er með einhverjar séróskir eða sérstakan áhuga á einhverju tilteknu. 

Við hvetjum ykkur til að horfa á þetta myndband til að kynnast okkur betur.

 

 

 

 

FERÐATILLÖGUR

Hér fyrir neðan eru tillögur að tveimur mismunandi ferðum. Þær eru báðar 3 daga en auðvelt er að bæta við fleiri dögum, nú eða gera tveggja daga tillögu.

Ferð A:  Alls konar ævintýri með Þórsmerkurferð

Dagur 1 – Ís og suðurströnd

  • Ekið frá Reykjavík á Hvolsvöll um morguninn
  • Súpa í hádegi á Midgard Base Camp
  • Ekið áfram á Sólheimajökul
  • Ísganga
  • Kvöldverður á Midgard Base Camp
  • Sundferð um kvöldið
  • Gisting á Midgard Base Camp

Frekari lýsing: Brottför með rútu frá Reykjavík um kl. 9 og áætluð koma á Hvolsvöll um kl. 11. Leiðsögumenn bjóða hópinn velkominn og fara yfir plan dagsins. Áður er lagt er af stað í frekari ævintýri bjóðum við upp á súpu í hádegismat. Eftir hádegisverð er farið í ísgöngu á Sólheimajökul. Einnig er hægt að bjóða upp á ísklifur. Leiðsögumennirnir fræða hópinn um ísinn og þær breytingar sem eru að eiga sér stað. Á leiðinni til baka er stoppað við Skógafoss. Eftir kvöldmat er svo kjörið að fara í sund ef einhver orka er eftir.  

Dagur 2 – Þórsmörk og Tumastaðaskógur

  • Morgunverður á Midgard Base Camp
  • Þórsmerkurferð á rútu
  • Pylsugrill í hádeginu
  • Kvöldverður á Midgard Base Camp
  • Um kvöldið farið út í Tumastaðaskóg
  • Stutt ganga og grillaðir sykurpúðar yfir eldi

Frekari lýsing:  Þennan daginn fer hópurinn inn í Þórsmörk. Á leiðinni inn úr stoppum við oft við Gígjökul og förum yfir þær breytingar sem urðu í og eftir gosið 2010. Á leiðinni til baka er gaman að fara með hópinn í smá auka ævintýri í Nauthúsagili eða Merkurkeri. Inni í Þórsmörk eru möguleikarnir endalausir. Hægt er að ganga upp á Valahnjúk og koma við í Sönghelli og Snorraríki. Ef vilji er fyrir lengri göngu er hægt að nota svokallaðan Tindfjallahring. Allt eftir hópnum og veðri og vindum. 

Í hádeginu grillum við pylsur og förum í nokkra leiki.  Um kvöldið höldum við ævintýrinu áfram og rennum með þau inn Tumastaðaskóg sem er í 10 mínútna aksturfjarlægð frá Midgard Base Camp. Þar grillum við brauð yfir eldi og skemmtum okkur í skóginum fram eftir kvöldi. 

Dagur 3 – Heimferð með stoppi í aparólu

  • Morgunverður á Midgard Base Camp
  • Lava Centre safnið á Hvolsvelli
  • Heimferð eftir morgunverð
  • Aparólan í Hveragerði
  • Hádegismatur, nesti frá Midgard Base Camp

Frekari lýsing: Eftir morgunmat röltum við yfir í Lava Center og skoðum safnið. Hér er líka auðvelt að koma við sundferð ef vilji er fyrir því. Á leiðinni í bæinn væri komið við í aparólunni í Hveragerði.

Ferð B: Ísganga og náttúrudagur

Dagur 1 – Suðurströnd með ísgöngu

  • Ekið frá Reykjavík á Hvolsvöll um morguninn
  • Súpa í hádegi á Midgard Base Camp
  • Ekið áfram á Sólheimajökul
  • Ísganga
  • Kvöldverður á Midgard Base Camp
  • Heiti pottur og gufa
  • Gisting á Midgard Base Camp

Frekari lýsing: Brottför með rútu frá Reykjavík um kl. 9 sem þýðir að þið væruð að koma á Midgard Base Camp um kl. 11. Leiðsögumenn taka á móti hópnum og áður er lagt er af stað í frekari ævintýri bjóðum við upp á súpu í hádegismat. Við leggjum svo af stað á Sólheimajökul þar sem hópurinn fer í ísgöngu. Einnig er hægt að bjóða upp á ísklifur. Leiðsögumennirnir fræða hópinn um ísinn og þær breytingar sem eru að eiga sér stað. Ef tími gefst á heimleið er stoppað á Skógafossi. Eftir kvöldmat er kjörið að fara í sund ef einhver orka er eftir en flestir eru frekar þreyttir eftir ísgönguna.

Dagur 2 – Jóga og náttúrudagur á Hvolsvelli

  • Morgunmatur á Midgard Base Camp
  • Jógatími á Midgard Base Camp
  • Gönguferð um nágrenni Hvolsvallar
  • Hádegismatur úti í náttúrunni
  • Sund seinni partinn
  • Lava Center
  • Kvöldmatur á Midgard Base Camp
  • Kvöldvaka á vegum hópsins (til dæmis Karíókí)

Frekari lýsing: Við byrjum daginn á morgunverðahlaðborði á Midgard Base Camp. Jógakennari leiðir svo hópinn í gegnum jógaæfingar þar sem reynir á samvinnu. Eftir ljúffengan hádegismat höldum við út og göngum um nágrenni Hvolsvallar. Seinni partinn skellir hópurinn sér í sund og ef tími leyfir er hægt að heimsækja Lava Center.

Dagur 3 – Reykjadalur og heimferð

  • Morgunmatur á Midgard Base Camp
  • Lagt af stað heim með rútu þegar hentar

Frekari lýsing: Hópurinn getur lagt af stað til Reykjavíkur beint eftir morgunmat eða farið í sund eða Lava Center áður er lagt af stað heim. Einnig er mögulegt að stoppa í Hveragerði og labba í Reykjadal. Við getum skaffað leiðsögumann eða forráðamenn/kennarar geta séð um að halda utan um hópinn. 

SENDU OKKUR LÍNU

Hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst (adventure@midgard.is), í gegnum fyrirspurnarformið hér á síðunni eða símleiðis ( 578 3370). Við getum útbúið ferð sem hentar þínum hópi og áhuga.

Midgaard Matur

UMSAGNIR

Umsögn frá Alþjóðaskólanum á Íslandi:

Midgard is a fantastic company which makes you feel special. It is run by a dynamic and professional family with a contagious passion for the outdoors, adventure, freedom and nature. They made our 3-nights ´end of year´ school trip extremely successful with their warm hospitality, Icelandic flexibility and joyful energy. We climbed, explored, sang, laughed, played, grilled, hiked, relaxed and enjoyed good food. Thank you Midgard for making our trip memorable and we can highly recommend Midgard to teachers who want to give their students an unforgettable experience.
Highschool team – the International School of Iceland

Umsögn frá Árskóla:

Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir dásamlegan tíma hjá ykkur. Það eru allir alsælir með tímann hjá ykkur. Krakkarnir tala sérstaklega um Midgard og segja það standa uppúr í skólaferðalaginu. Við erum búin að koma þeim skilaboðum til þeirra sem verða í 7. bekk á næsta ári❤️   

Við mælum svo sannarlega með því að vera hjá ykkur. Frábær aðstaða til alskyns afþreyingu, góð gistiaðstaða, góður matur og síðast en ekki síst frábærlega vel tekið á móti okkur, starfsfólkið alveg yndislegt og nefndu krakkarnir það sérstaklega hvað allir voru góðir við þau. ❤️  “

Sylvía Gunnarsdóttir, Árskóli

Midgard Adventure Iceland Nauthúsagil