FROM 29.000 ISK
One tour per person
9 – 11 maí
Duration

Endurnærandi helgi með Midgard og Inner truth Academy

9. maí til 11. maí

Þann 9. -11. maí næstkomandi bjóðum við upp á endurnærandi helgi á Midgard með blöndu af jóga, hugleiðslu, öndunaræfingum, innri verkefnavinnu, einlægni, tengingu við annað fólk og náttúruna.

Við opnum dyrnar – og hjörtun – og tileinkum þessum dögum hægari takti, dýpri andardrætti og tengingu við náttúruna.

Stjórnendur helgarinnar eru vinir okkar frá Tenerife, Anahat og Ricardo sem reka þar fyrirtækið Inner Truth Academy. Þessa helgi með okkur bjóða þeir upp á styttri útgáfu af námskeiðunum sínum.

  • Anahat — hann er eiginlega jógi. Hann skapar einhvers konar brú á milli fornrar visku og nútímans með yoga, Ayurveda, dansi og sálfræði.
  • Ricardo — er jarðbundnari. Hann er sálfræðingur og dáleiðari sem sérhæfir sig í tilfinningagreind og einlægri tengingu fólks við sjálft sig og hvert annað.

Við færum þetta í Midgard búning með tengingu við svæðið í kring, útiveru og léttum göngutúrum, góðum mat og góðri stund í góðum félagsskap.

Þú þarft ekkert að kunna, bara vera forvitinn og tilbúin/n að prófa.

Námskeiðið er frá kl. 17.30 á föstudegi fram á miðjan dag á sunnudegi.

Kostnaði er haldið í lágmarki svo gisting og kvöldverðir er ekki innifalið. Því er þetta sérstaklega kjörið tækifæri fyrir þá sem búa í nágrenni við Hvolsvöll og geta skotist heim og gist þar. Við eigum bókað borð fyrir okkur á Midgard, bæði kvöldin, og það væri dásamlegt að enda daginn saman í mat, fyrir þá sem það geta.

Ef þú býrð ekki á svæðinu og vantar gistingu þá er eitthvað laust á Midgard. Hafðu samband við okkur í gegnum adventure@midgard.is og við hjálpum þér að leita lausna á Midgard eða annars staðar.

Upplýsingar um Inner Truth Academy.

Við leyfum okkur að birta dagskrána á ensku þar sem námskeiðið fer fram á ensku.

Ekki hika við að hafa samband við Björgu í síma 7787335 eða bara bóka núna hér.

 

🧘‍♀️🌿🧘‍♂️🌸🍃🕊️✨🌞🌙💫🌲🧘‍♀️🍀🌀🌼🧘‍♀️🌿🧘‍♂️

Friday – Grounding and Opening
17:30 – Welcome Circle
18:00 – Yoga & Meditation: Rooting into the Earth
19:00 – Hypnotic Mindfulness Meditation: Abundance and Appreciation
20:30 – Dinner at Midgard (If you would care to join us)

Saturday – Heart Opening and Authentic Connection
08:00 – Heart Chakra Meditation
09:30 – Breakfast
11:00 – Outdoor Mindfulness Experience + Picnic Lunch 
16:00 – Authentic Relating Workshop: Connection through Vulnerability
18:30 – Yoga, Breathwork & Mantra Singing
20:00 – Dinner at Midgard (If you would care to join us)

Sunday – Integration and Celebration
08:00 – Yoga, Pranayama, and Self-Healing Meditation
09:30 – Breakfast
10:30 – Workshop: The Power of Manifestation
12:30 – Cacao Ceremony & Ecstatic Dance (outdoors, weather permitting)
14:00–15:00 – Closing Circle and Farewell

Vinsamlega athugið

Ekki innifalið: Gisting og kvöldverðir 
Innifalið: Morgunverðir, nestispakki, ávextir og orkustykki, kaffi og te og auðvitað öll kennsla. Jógamottur á staðnum. 

Skráðu þig í gegnum Bókun, eða hafðu samband við Adventure@midgard.is — Björg er alltaf til í að svara spurningum og spjalla, sími 7787335.

 

STAÐSETNING Midgard Base Camp og nágrenni

 

GISTING Ekki innifalin. Þú getur bókað herbergi á Midgard Base Camp, gististöðum í kring, gist hjá vinum eða heima hjá þér.
TÍMALENGD Frá kl. 17.30 á föstudegi fram á miðjan dag á sunnudegi. Gott að mæta um kl. 17.00 á föstudeginum.
HÓPASTÆRÐ Hámark 18 manns
Í HVERJU Á ÉG AÐ VERA OG ANNAÐ SEM ÉG ÞARF AÐ KOMA MEÐ Þægilegur fatnaður til að stunda jóga og slökun. Ef þú átt þægilegt teppi og púða er kostur að taka það með líka. Góðir skór til léttrar útiveru og útifatnaður eftir veðri – gott að vera við öllu búin. Hlýtt millilag, vind- og regnhelt ysta lag og góðir skór koma manni langt.
AFBÓKUN Ef þú afbókar >3 dögum fyrir viðburðinn þ.e. fyrir 5.5 2025 þá færðu allt endurgreitt nema 10% þjónustugjald.
INNIFALIÐ  
  • Kennsla
  • Morgunverðir
  • Léttur hádegisverður
  • Ávextir og orkustykki, kaffi og te
  • Jógamotta
  • Slökun, ánægja, gleði og góður félagsskapur