FROM 13.400 ISK
One tour per person

//English below//

Elsku vinir, kunningjar og ættingjar.
Þessi hópur er handvalinn, og þú færð boð á þennan viðburð fyrr en “almenningur” vegna tengsla þinna við Midgard.

Laugardaginn 18. apríl ætlum við að fagna 10 ára afmæli Midgard.
Við ætlum að nýta allan daginn í að vera sem mest saman t.d. í léttum gönguferðum og um kvöldið verður slegið upp balli með “the one and only” Hjálmar!

Við ætlum að bjóða uppá mjög takmarkaðan matseðil þetta kvöld, en fyrir utan Midgard ætlum við að bjóða upp á “street food burgers” í party tjaldi.

Við ætlum að bjóða ykkur uppá sérstakt verð á gistingu og mat.
Miði á tónleikana, bjór, “streetfood” borgari, brunch á sunnudagsmorgun og uppábúin koja með allt það sem Midgard hefur uppá á bjóða 😉 Þessi pakki kostar: 13.400 kr á mann.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar þegar almennur viðburður verður settur upp.
Við VITUM að gistingin og miðar á tónleikana eiga eftir að seljast hratt upp og því biðjum við ykkur um að panta sem fyrst.

Stuð og stemning!
Midgard familían

//

ENGLISH VERSION.

Dear friends and family,
The invitation list for this event is “handpicked” and you are invited because of your connection with Midgard.

Saturday the 18th of April 2020 we are going to celebrate Midgard 10th birthday.
We are going to spend the day together, short hikes, yoga and some fun stuff during the day, and then in the night we are going to get the amazing reggie band Hjálmar to fill the house with amazing music and we are going to dance our assess off!

For you, we are offering a special deal on:
Ticket for the concert, burger, beer, brunch on Sunday morning and accommodation in a bunk bed for 13.400 ISK per/person.