One tour per person

STARFSDAGAR OG ÁRSHÁTÍÐIR

Ef þú ert að leita að skemmti- eða starfsdegi fyrir fyrirtækið þá eigum við ýmislegt í pokahorninu, bæði styttri eða lengri ferðir. Við bjóðum upp á ýmsa valkosti fyrir fyrirtækjahópa þar sem við tvinnum saman ævintýri með Midgard Adventure við mat og drykk hjá Midgard Base Camp. Við getum einnig boðið upp á gistingu hjá Midgard Base Camp.

Þið annað hvort komið til okkar á Hvolsvöll eða við sækjum ykkur með rútu í bæinn. Fyrsta stopp er að sjálfsögðu Midgard Base Camp þar sem þið fáið kaffi og “meðí” eða léttan hádegisverð áður en gleðin hefst. Eftir það er haldið á vit ævintýra sem auðvelt er að aðlaga að fjárhag og mismunandi gerð og stærð starfsmannahópa.

Í lok dags er komið við aftur á Midgard Base Camp í léttar veitingar, kaffi og kökur, drykk eða máltíð. Fyrir þá sem vilja gera enn meira úr ferðalaginu er svo hægt að gista hjá okkur eða á nærliggjandi hótelum.

Fyrirtækjapakkar Midgard Adventure

Hér fyrir neðan eru nokkrir fyrirtækjapakkar. Við bjóðum einnig upp á að snérsníða pakka að þínu fyrirtæki út frá fjárhag og stærð hóps.

Ísganga á Sólheimajökli

Eftir stutta viðdvöl í Midgard Base Camp er ferðinni haldið áfram austur á Sólheimajökul þar sem leiðsögumenn Midgard Adventure gefa innsýn í undraheim jöklanna, aðstoða fólk við að festa á ísbrodda og leiða hópinn svo í gönguferð um jökulinn. Hér er hægt að bæta við ísklifri ef hópurinn er þannig samsettur. Hér er einnig hægt að skipta ísgöngu út fyrir snjósleða eða bæta snjósleðaferðinni við.

Midgard Surprise

Við bjóðum ykkur upp á ævintýraferð þar sem við lofum engu öðru en að gera ykkur daginn eftirminnilegan. Val á áfangastað getur verið breytilegt og háð veðri en oftar en ekki farið í Þórsmörk. Stoppað á leiðinni á fallegum stöðum þar sem við bætum við stuttum göngum og einföldum leikjum. Inni í Þórsmörk er farið í stutta göngu við allra hæfi, boðið upp á léttar veitingar, leiki og gítarspil.

Skemmtun í nágrenni Hvolsvallar

Hvolsvöllur er skemmtilegur bær í fallegu umhverfi, fullur af frábæru fólki og spennandi afþreyingu. Við höfum sett saman nokkrar stöðvar í nágrenni Hvolsvallar með það að markmiði að kynnast fólkinu og staðnum betur.

Tímalengd hverrar stöðvar er á bilinu 2-3 klst og hver starfsmaður velur sér eina stöð til þátttöku í. Fjöldi stöðva fer eftir stærð hóps. Sem dæmi um stöðvar má nefna:

  • Tónlistarstöð
  • Fjallgöngustöð
  • Íslendingasagnastöð
  • Íþróttastöð
  • Fat-bike stöð
  • Skógræktar- og útivistarstöð

Hafðu samband og við sendum á þig nánari lýsingu á hverri stöð og verðtilboð.

Árshátíð hjá Midgard

Ef þið viljið lengja starfsmannaferðina eða halda árshátíðina hér fyrir austan þá bjóðum við upp á gistingu hjá Midgard Base Camp. Í boði eru 50 blönduð gistirými, frá kojum til prívat herbergja með prívat baðherbergjum. Ef slík gisting hentar ekki þá er er okkur ánægja að bóka ykkur hjá einhverju nágrannahótelanna ásamt því að aðstoða ykkur við alla skipulagningu dagsins / viðburðarins.

Fundur/vinnudagur fyrir stóra sem smáa hópa

Langar þig að halda fund í nýju og fersku umhverfi þar sem engar truflanir eru til staðar? Jafnvel bæta við hópefli, ævintýri eða ómótstæðilegum kvöldverði? Við getum aðstoðað þig við að útbúa akkúrat þannig dagskrá.

Hópefli

Vantar að hrista hópinn saman, efla tengsl innan hópsins eða veita hópnum innblástur? Við getum skipulagt hópefli fyrir þig út frá þínum markmiðum.

Bónorð og brúðkaup

Við aðstoðum einnig einstaklinga við að skipuleggja bæði bónorð og brúðkaup. Við höfum gaman af því að skipuleggja viðburði þar sem við förum óvenjulegar leiðir og búum þannig til ógleymanlegar minningar.

Hafðu samband

Ekki hika við að hafa samband og láta okkur klæðskerasníða lausnir að þínu fyrirtæki og fjárhag. Við tökum bæði á móti smáum og stórum hópum.

Smelltu hér til að skoða PDF kynningu á fyrirtækjapökkum Midgard.

Þú getur notað fyrirspurnarmöguleikann hér á síðunni eða sent okkur póst á adventure@midgard.is. Það er gott að taka fram fjölda starfsmanna og eins áætlaðan kostnað ef hann liggur fyrir. Við munum svo hafa samband með okkar tillögu.