One tour per person

UPPLIFÐU MOUNTAIN BIKE ÆVINTÝRI!

Hjólaferð frá og til Midgard Base Camp með leiðsögumanni. Ferðin er hugsuð fyrir fólk með sín eigin fjallahjól. Farið er frá Midgard, haldið til vesturs að Eystri Rangá, vaðið Fiská, upp norðanvið Vatnsdalsfjall, niður yfir Fiská við Þríhyrning og niður Tumastaðarskóg í gegnum nýjar leiðir sem við hjá Midgard höfum verið að vinna í samvinnu með sveitafélaginu og Skógrækt Ríkisins. Í lok dags endum við á Midgard Base Camp þar sem hópurinn skellir sér í bjórjóga. Þegar búið er að mýkja stirða vöðva gæðum við okkur á hamborgara og bjór/gos (innifalið í ferðinni). Tilvalið fyrir minni hópa innan fyrirtækisins sem vilja fara saman í skemmti hjólaferð.

Innifalið:

  • Hjólaferð með leiðsögumanni Midgard Adventure
  • Bjórjóga
  • Hamborgar og bjór/gos

Hvar:

Hópurinn hittist á Midgard Base Camp, Hvolsvelli kl. 12. Sjá staðsetningu á Goggle Maps hér.

Hvenær:

Dagsetningar koma fram í bókunarferlinu. Ertu með aðra dagsetningu í huga? Sendu okkur endilega póst á adventure@midgard.is.

Tímalengd:

5-6 tímar

Lágmarksþátttaka:

8 í hverri ferð. Ef lágmarksþátttaka næst ekki munum við hafa samband við þá sem eru skráðir.

Erfiðleikastig:

Meðal.

Útbúnaður:

Hlý föt. Gott að vera í lögum þannig hægt sé að klæða sig úr og í. Við mælum með að vera með lítinn bakpoka.

Nesti:

Gestir koma með eigið nesti eða panta nesti frá Midgard (2.500 kr.). Sjá nánari upplýsingar neðar. Eftir ferðina verður boðið upp á hamborgara og bjór/gos á Midgard Base Camp.

 

BÓKAÐU Í DAG OG UPPLIFÐU MOUNTAIN BIKE FERÐ MEÐ MIDGARD ADVENTURE!

Hafðu samband!

Ertu með spurningu? Sendu okkur póst á adventure@midgard.is og við svörum um hæl. Þú getur einnig hringt í okkur í síma 578 3370.

 

Nánari upplýsingar og algengar spurningar

Nestisbox frá Midgard Restaurant

Þegar þú bókar ferðina stendur þér til boða að bóka nestisbox frá Midgard Restaurant. Hvert nestisbox inniheldur:
– Vefju
– Skyr
– Ávöxt
– Múslístykki
– Lítið súkkulaðistykki
– Vatnsflösku

Verð: 2.500 kr.

Endilega sendið okkur póst á adventure@midgard.is ef þið eruð með séróskir eða ofnæmi. Nestisboxið er tilvalið fyrir grænmetisætur.

Gistimöguleikar

Viltu gera meira úr deginum og gista á Midgard Base Camp? Á meðan á Covid faraldrinum stendur bjóðum við upp á „Airbnb“ gistingu. Í boði er uppábúið rúm í kojuherbergi (4 eða 6 manna) á 4.000 kr. og tveggja manna herbergi með sérbaði á 13.900 kr.  Aðgangur að sauna og yndislegum heitum potti með frábæru útsýni yfir Eyjafjallajökul er innifalinn í gistingu. Gestir hafa einnig fullan aðgang að gestaeldhúsi og stóru sameiginlegu rými. Vinsamlega sendið póst á sleep@midgard.is til að bóka gistingu. Viltu vita meira um Midgard Base Camp? Smelltu hér til að skoða heimasíðuna og horfðu einnig á myndbandið neðst á þessari síðu.

Er hægt að bóka fyrir fjölskyldumeðlim eða vin?

Ykkur er velkomið að bóka einnig fyrir vin eða fjölskyldumeðlim. Vinsamlega sendið póst á adventure@midgard.is til að ganga frá bókun. Þátttakendur verða að vera 14 ára eða eldri.