FROM 2.000 ISK
One tour per person

Komdu með í gönguferð í einni fallegustu gönguparadís á Íslandi með reyndum leiðsögumanni Midgard Adventure. Hópurinn kemur saman á Midgard Base Camp á fimmtudagsmorgun kl. 9. Eftir stutta kynningu er hópnum skutlað inn í Bása í Goðalandi þar sem gangan hefst. Gönguleið dagsins fer eftir veðri, vindum og stemningu. Mögulegar gönguleiðir eru Tindfjallahringur, Rjúpnafell, Valahnjúkur, Útigönguhöfði, Hvannárgil eða Réttarfell.

Þetta verður skemmtilegur göngudagur með sirka 8-12 km langri göngu. Við viljum hafa leiðarval sveigjanlegt eftir aðstæðum og munum velja skemmtilegustu leiðina hverju sinni. Eftir göngu verður haldið til baka á Midgard Base Camp.

Þar mun hópurinn gæða sér á grilluðum hamborgara og kældum bjór eða gosi. Í frmhaldi er tilvalið að mýkja stirða vöðva í heitum potti og gufubaði. Þegar úthaldið er búið er lagst til hvílu í uppábúinni koju.

Hvað er innifalið?

– Gisting í koju

– Morgunverður

– Dagsferð í Þórsmörk

– Hamborgaragrill

Dagsetning:

28.-29. september

Verð: 2.000 kr.

BÓKAÐU Í DAG OG UPPLIFÐU SKEMMTILEGAN HAUSTDAG Í ÞÓRSMÖRK Í FRÁBÆRUM FÉLAGSSKAP

Þórsmörk Super Jeep Midgard
Þórsmörk Super Jeep Midgard
Þórsmörk Super Jeep Midgard
Þórsmörk Midgard Adventure
Þórsmörk Super Jeep Midgard