NÁNARI UPPLÝSINGAR:
ALDUR:
Allir verða að vera orðnir 8 ára og forráðamaður þarf að fylgja börnum undir 18 ára aldri..
ÞYNGD:
Þyngdin verður að vera á milli 30 og 120kg. Verið heiðarleg, hér er þyngdin öryggisatriði.
SKÓBÚNAÐUR:
Best er að vera í vatnsheldum gönguskóm með grófum sóla. Brautin okkar er oft blaut og sleip.
ÚTHALD:
Gott er að geta labbað ca. 3 km. á ójöfnu landslagi, upp- og niður í mót á íslenskum móa.
SKÓBÚNAÐUR:
Best er að vera í vatnsheldum gönguskóm með grófum sóla. Brautin okkar er oft blaut og sleip.
BARNSHAFANDI:
Það er ekki óhætt að zippa ef þú ert þunguð en komdu endilega aftur þegar þú ert orðin mamma.
STUNDVÍSI:
Mættu til okkar ca. 15 mínútum fyrir áætlaðan brottfarartíma. Sýnum tillitsemi og tefjum ekki fyrir öðrum.
KLÆÐABURÐUR:
Klæðumst eftir veðri, hlý, regn- og vindheld föt eru oft góður kostur á Íslandi.
HÁRFLÓKAR:
Sítt hár skal flétta eða segja í lágan snúð svo hjálmurinn passi á höfuðið og hárið flækist ekki í búnaðinum.
SKIN OF SKÚRIR:
Við förum í flesum veðurskilyrðum. Ef við verðum að afbóka ferð vegna veðurs reynum við að færa ferðina ykkar eða endurgreiðum ef það er ekki hægt.
BÓKAÐU Í DAG OG UPPLIFÐU ADRENALÍN-KIKK Í VÍK!
SAMKOMUSTAÐUR | Norður-Vík, hostelið í Vík, Suðurvíkurvegi 5. Vinsamlegast mætið 10 – 15 mínútum áður en þið eigið bókaðan brottfarartíma. |
LENGD | Upplifunin tekur 1,5 – 2 klst. í heild. Heildartíminn er háður stærð hópsins og ásigkomulagi, veður gæti einnig haft áhrif. |
INNIFALIÐ | Allur öryggisbúnaður, far að byrjun gönguferðar frá Norður-Vík, leiðsögn og allar zipplínur. |
ÞETTA ÞARFTU | Vatnshelda gönguskó með grófum sóla og hlý, vindheld föt. Þumalputtareglan er að klæða sig eftir veðri. Stundum er gott að hafa húfu og vettlinga en oft ekki nauðsynlegt. Sítt hár skal flétta eða setja í lágan snúð. |
HAFÐU SAMBAND
Ertu með spurningu? Hafðu samband við okkur hér eða sendu okkur póst á adventure@midgard.is. Þú getur einnig hringt í okkur í síma 578 3370.
RÉTT Í LOKIN…TVÆR SPURNINGAR
VANTAR ÞIG GISTINGU?
Midgard Base Camp á Hvolsvelli býður upp á bæði hótel og hostel gistingu. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldur (börn elska að gista hjá okkur), vinahópinn og pör. Yndislegur heitur pottur með mögnuðu útsýni, sauna, stórt sameiginlegt rými, bar, veitingastaður, gestaeldhús, þurrkuaðstaða, þvottavél, næg bílastæði og margt fleira.
VISSIR ÞÚ AF MIDGARD RESTAURANT?
Veitingastaðurinn okkar býður upp á “FEEL GOOD FOOD” sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.
>> Smelltu hér til að lesa meira!