One tour per person
All Year
Season
7 – 8 hrs.
Duration

Hvernig væri að bjóða sínum nánustu eða fara með vinahópnum í prívat-dagsferð inn á hálendið. Þar er af nógu að taka. Við sérsníðum ferðina að óskum hópsins. Meiriháttar fjölskyldu- eða vinadagur með góðu nesti og frábærum stoppum og göngum við hæfi.

Hér eru nokkrar tillögur að góðum degi á hálendinu:

  1. Þverárbotnar, Krókur, Hungurfit. Ekið inn Fljótshlíðina, fram hjá Einhyrningi og meðfram Markarfljótsgljúfri. Þaðan beygt inn undir Tindfjöllin og ekið um Þverárbotna, dásamlegt svæði sem fáir fara um, inn að Króki. Frá Króki liggur leiðin í Hungurfit. Heimleiðin liggur um Fjallabaksleið syðri og niður Rangárvelli.
  2. Hekluslóðar, Álftavatn, Torfahlaup. Ekið frá Rangárvöllum inn á Fjallabaksleið Syðri í gegnum ótrúlegar hraunbreiður frá Heklu. Ekið fram hjá Laufafelli yfir vað á Markarfljóti inn að Álftavatni þar sem ekið er í vatnsjaðrinum inn að Torfahlaupi. Þaðan í gegnum Hvanngil yfir Kaldaklofskvísl og Bláfjallakvísl. Þaðan liggur leiðin heim, fram hjá Hattfelli og Einhyrningi og um Tröllagjá.
  3. Þórsmörk. Gýgjökull, Stakkholtsgjá, Langidalur, Valahnjúkur og Básar.

Tímalengd ferðar frá 6 klst.

VERÐ:

1-3 manns:  180.000

4-7 manns:  215.000

ANNAÐ:

Eftir ferðina er tilvalið að skella sér í heita pottinn og sauna á Midgard Base Camp. Verð: 1000 kr. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.

 

HAFÐU SAMBAND OG VIÐ SENDUM Á ÞIG FREKARI UPPLÝSINGAR

Þú getur notað fyrirspurnarformið hér á síðunni, sent okkur póst á adventure@midgard.is eða hringt í síma 578 3370.

 

RÉTT Í LOKIN…TVÆR SPURNINGAR

VANTAR ÞIG GISTINGU?

Midgard Base Camp á Hvolsvelli býður upp á bæði hótel og hostel gistingu. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldur (börn elska að gista hjá okkur), vinahópinn og pör. Yndislegur heitur pottur með mögnuðu útsýni, sauna, stórt sameiginlegt rými, bar, veitingastaður, gestaeldhús, aðstaða til að þurrka tjöld og búnað, þvottavél, þurrkari, næg bílastæði og margt fleira.

>> Kynntu þér málið hér!

VISSIR ÞÚ AF MIDGARD RESTAURANT?

Veitingastaðurinn okkar býður upp á “FEEL GOOD FOOD”  sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

>> Smelltu hér til að lesa meira!

 

Þórsmörk Midgard Adventure