One tour per person
All Year
Season
7 – 8 hrs.
Duration

Ef þig langar að gera eitthvað skemmtilegt en veist ekki alveg hvernig þú átt að bera þig að vertu þá í sambandi við okkur. Gott að fá smá innsýn inn í hvað þig myndi langa til að gera, hvernig hópurinn þinn er samsettur og hvað ævintýrið má kosta. Við röðum þá saman skemmtilegri hugmynd fyrir þig.

Við erum með hjólin, hjólakerruna og bílana. Við erum með frábæra staðkunnuga leiðsögumenn, þekkjum svæðið út og inn og eigum auðvelt með að varpa fram skemmtilegum hugmyndum að ferðalagi á svæðinu.

Munið að það kostar ekkert að hafa samband. Okkur þætti það bara verulega ánægjulegt.

HAFÐU SAMBAND OG VIÐ SENDUM Á ÞIG FREKARI UPPLÝSINGAR

Þú getur notað fyrirspurnarformið hér á síðunni, sent okkur póst á adventure@midgard.is eða hringt í síma 578 3370.

 

RÉTT Í LOKIN…TVÆR SPURNINGAR

VANTAR ÞIG GISTINGU?

Midgard Base Camp á Hvolsvelli býður upp á bæði hótel og hostel gistingu. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldur (börn elska að gista hjá okkur), vinahópinn og pör. Yndislegur heitur pottur með mögnuðu útsýni, sauna, stórt sameiginlegt rými, bar, veitingastaður, gestaeldhús, aðstaða til að þurrka tjöld og búnað, þvottavél, þurrkari, næg bílastæði og margt fleira.

>> Kynntu þér málið hér!

VISSIR ÞÚ AF MIDGARD RESTAURANT?

Veitingastaðurinn okkar býður upp á “FEEL GOOD FOOD”  sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

>> Smelltu hér til að lesa meira!

 

Midgard Adventure Iceland Nauthúsagil
Þórsmörk Midgard Adventure