Utanvegahlaupaveisla með Grétu Rut og Midgard
Hlaupum saman í ævintýra bakgarði Midgard. Leiðarvalið verður í ætt við lýsinguna hér að neðan, með smá sveigjanleika eftir veðri og aðstæðum. Það eru margir möguleikar í nágrenni við Midgard svo leiðin verður ævintýraleg.
Ferðalýsing
Miðvikudagurinn:
Mæting er á Midgard Base Camp á Hvolsvelli kl 10:30 þar sem morgunverðarhlaðborðið bíður ykkar. Eftir morgunmat og stuttan kynningarfund verður haldið af stað í hlaup dagsins. Þið sameinist í ykkar bíla og keyrið inn að bílastæðinu við Þríhyrning. Við hlaupum Krappann niður með Fiská og endum á malarveginum í Vallarkrók. Við hlaupum i fjölbreyttu landslagi, utan alfaraleiða, þar sem við förum kindastíga og vöðum ár. Höldum svo heim á Midgard þar sem að fólk getur mýkt stirða vöðva í heitum potti og gufubaði eða jafnvel kíkt í sund áður en snæddur er kvöldmatur á Midgard Restaurant (ekki innifalið í verði). Þegar úthaldið er búið er lagst til hvílu í uppábúinni lúxuskoju.
Fimmtudagurinn:
Eftir góðan svefn og staðgóðan morgunverð er tekinn stuttur fundur fyrir daginn. Þá er hópnum skutlað inn að Skógum. Við hlaupum eina af fallegustu gönguleiðum landsins með reyndum leiðsögumanni Midgard Adventure ásamt Grétu Rut afrekshlaupakonu. Hlaupið er upp með Skógá, farið yfir ánna á göngubrú og haldið áfram að Baldvinsskála. Þaðan liggur leiðin að Magna og Móða, niður Bröttufönn, um Heljarkamb, yfir Morinsheiði, um hinn fræga Kattahrygg og þaðan áfram niður í Þórsmörk. Þar bíða þurr föt, grillaður hamborgari og kældur bjór eða gos. Eftir mat er ekið að Midgard Base Camp þar sem við kveðjum hvert annað og höldum heim á leið.
- Tveggja daga hlaupaleiðsögn
- Skutl að Skógum
- Sótt í Þórsmörk
- Gisting í eina nótt í koju á Midgard Base Camp
- Morgunverður (x2)
- Hádegisverður (x1)
- Kvöldverður (x1, eftir fimmvörðuhálsinn, ekki eftir stutta daginn, hvor dagurinn sem verður á undan)
- Aðgangur að heitum potti og sauna á Midgard Base Camp
Verð: 64.900 kr. á mann
Dagsetning:
9.-10. ágúst 2023
Leiðsögumaður:
Gréta Rut Bjarnadóttir er 29 ára reyndur utanvegahlaupari sem hefur meðal annars hlaupið Laugaveg Ultra þrisvar sinnum og tekið þátt i fleiri utanvegahlaupum.
Markmiðið er að hlaupa og hafa gaman saman i þessari ferð, kynnast nýrri leið ásamt klassískri Fimmvörðuhálsleið i góðum hóp
Grétu til stuðnings verða hlaupaleiðsögumenn frá Midgard.
Nestispakki:
Búnaðarlisti:
Til að allir séu sem öruggastir á hlaupum þá eru nokkrir hlutir sem er skylda að hafa með í hlaupin.
Skyldubúnaður fyrir hlaup:
- Regnheldur jakki
- Buff eða annarskonar höfuðfat
- amk 500 ml af drykkjarvökva
- 2 gel eða álíka næring sem auðvelt er að grípa í á hlaupum eða í stoppi
- álteppi
Við mælum með því að auk skyldubúnaðarins hafi hlauparar þessa hluti tiltæka:
- Regnheldar buxur
- Vettlinga
- Flautu (eru í flestum hlaupavestum)
- Hlaupavesti með nóg af plássi til að geyma skyldubúnaðinn.
Lágmarksþátttaka: 8 manns.
Gistingin:
Kojuherbergin eru 4-6 manna. Við reynum eftir fremsta megni að setja vinahópa saman í herbergi. Kojuherbergin eru mjög skemmtileg. Þau státa af veglegum, heimasmíðuðum kojum sem eru boltaðar í gegnum vegginn. Rúmin er uppábúin og dýnurnar, sængurnar og sængurverin eru af góðum gæðum. Kojurnar eru þannig útbúnar að hægt er að draga gardínu fyrir, þannig fæst meira næði. Hver koja er jafnframt með sér rafmagnstenglum og læstri hirslu. Klósett og sturtur eru sameiginleg.
BÓKAÐU Í DAG OG GERÐU ÁGÚST AÐ FRÁBÆRUM MÁNUÐI!
HAFÐU SAMBAND
Ertu með spurningu? Hafðu samband við okkur hér eða sendu okkur póst á adventure@midgard.is. Þú getur einnig hringt í okkur í síma 578 3370.
Smelltu hér til að lesa afbókunar- og endurgreiðsluskilmála Midgard.
RÉTT Í LOKIN…TVÆR SPURNINGAR
VILTU BÓKA FLEIRI NÆTUR Á MIDGARD BASE CAMP?
Midgard Base Camp á Hvolsvelli býður upp á bæði hótel og hostel gistingu. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldur (börn elska að gista hjá okkur), vinahópinn og pör. Yndislegur heitur pottur með mögnuðu útsýni, sauna, stórt sameiginlegt rými, bar, veitingastaður, gestaeldhús, aðstaða til að þurrka tjöld og búnað, þvottavél, þurrkari, næg bílastæði og margt fleira.
VISSIR ÞÚ AF MIDGARD RESTAURANT?
Veitingastaðurinn okkar býður upp á bragðgóðan mat sem bæði nærir og kætir. Við leggjum áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á rétti fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.