49.500 kr.
One tour per person
April-June
Season
3 Days
Duration

Gakktu á topp Eyjafjallajökuls með Midgard

Midgard ætlar að bjóða upp á leiðsagðar vorgöngur uppá topp Eyjafjallajökuls í apríl – júní 2021. Eyjafjallajökull er rúmlega 1600 metra hár og trónir yfir suðurströnd Íslands. Á toppnum er fallegur gýgur sem myndaðist í eldgosinu 2010 og útsýni á toppnum er magnað í björtu veðri.

Nóttina fyrir gönguna er gist á Midgard Base Camp. Eftir staðgóðan morgunmat er lagt af stað og hópnum skutlað að upphafsstað. Um er að ræða krefjandi göngu. Gengið verður í langan tíma í snjó og á ís.  Hópurinn verður í göngubeltum og í línu, eins og venjan er á gönguferðum á sprungusvæðum á jöklum og oft er þörf á mannbroddum. Ferðin getur verið lengst um 18-20 km og 1500 m hækkun og göngutími er um 10 klukkutímar. Þegar göngunni er lokið er hópnum ekið aftur á Midgard Base Camp þar sem fólk getur mýkt stirða vöðva í heitum potti og gufubaði. Þegar úthaldið er búið er lagst til hvílu í uppábúinni koju.

Gangan hentar vel fólki sem er í góðu gönguformi og hefur verið duglegt í sumargöngum. Þessi ferð hentar vel þeim sem vilja taka sín fyrstu skref í jökla-og vetrarferðamennsku með reynslumiklum leiðsögumönnum og leiðbeinendum.

 

Hvað er innifalið?

 • Undirbúningsfundur u.þ.b. viku fyrir brottför á Zoom
 • Akstur frá Midgard við upphaf göngu og til baka á Midgard við lok göngu
 • Leiðsögn
 • Allur nauðsynlegur jöklaöryggisbúnaður
 • Gisting í tvær nætur á Midgard Base Camp í uppábúinni koju (uppfærsla í 2ja manna herbergi kostar 4.500 kr. á mann per/nótt)
 • 2x kvöldmáltíðir
 • 2x morgunmatur
 • Aðgangur að heitum potti og sauna á  Midgard Base Camp

 

Verð: 49.500 kr. á mann

Þú getur nýtt ferðagjöfina! Sjá leiðbeiningar aðeins neðar.

 

Dagsetningar:

4.-6. júní

Ertu með aðra dagsetningu í huga? Endilega hafðu samband með því að senda okkur póst á adventure@midgard.is

 

Ferðatilhögun:

 • Mætt að kvöldi á Midgard Base Camp, undirbúningsfundur og máltíð með hópnum
 • Pakkað í bakpoka og búnaður yfirfarinn
 • Daginn eftir er lagt af stað kl 8:00 frá Midgard Base Camp, keyrt í um 30 mín að upphafstað göngu, gengið í um 10 tíma
 • Hópurinn verður svo sóttur á áfangastað og keyrður til baka á Midgard Base Camp
 • Eftir gönguna er tilvalið að skella sér í heita pottinn og gufubað
 • Sameiginlegur kvöldmatur
 • Sprell, sögustund og skálað
 • Morguninn eftir er morgunmatur og rólegheit áður en fólk fer heim á leið

 

Nánari upplýsingar:

Þar sem á jöklum er allra veðra von, þá er Midgard teymið með nokkra möguleika í vali á gönguleiðum.

1.val. Gengið verður upp svokallaða Skerjaleið upp frá Þórsmerkurleið, upp á Goðastein (1600m) og niður suðurhlíðar jökulsins að Seljavöllum (Seljavallalaug) þar sem bílar munu taka á móti okkur og koma okkur aftur á Midgard Base Camp.

2.val. Gengið frá Seljavöllum uppá topp og til baka.

3.val. Gengið verður á topp í nágrenni Midgard Base Camp, t.d. Þríhyrning, Ými (Tindfjöll) eða Þórólfsfell.

Ef kemur til 3.vals þá hefur fólk möguleika á því að hætta við ferðina sér að kostnaðarlausu. Tilkynnt verður um val á leið nokkrum dögum fyrir brottför.

 

Gistingin:
Kojuherbergin eru 4-6 manna. Vinahópar verða saman í herbergi. Kojuherbergin eru mjög skemmtileg. Þau státa af veglegum, heimasmíðuðum kojum sem eru boltaðar í gegnum vegginn. Rúmin er uppábúin og dýnurnar, sængurnar og sængurverin eru af góðum gæðum. Kojurnar eru þannig útbúnar að hægt er að draga gardínu fyrir, þannig fæst meira næði. Hver koja er jafnframt með sér rafmagnstenglum og læstri hirslu.

Viltu frekar sérherbergi? Uppfærsla í 2ja manna herbergi kostar 4.500 kr. á mann per/nótt. Vinsamlega sendu okkur póst á adventure@midgard.is ef þú vilt uppfæra gistinguna í sérherbergi.

>> Kynntu þér Midgard Base Camp hér

 

Ferðagjöfin:

Til þess að nýta ferðagjöfina þarftu að ná í Ferdagjof appið í símann þinn og fylgja leiðbeiningum til að ná í kóða sem þú setur svo undir „gift certificate“ í bókunarferlinu.

 

BÓKAÐU Í DAG OG GAKKTU UPP Á EYJAFJALLAJÖKUL MEÐ MIDGARD!

 

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningu? Hafðu samband við okkur hér eða sendu okkur póst á adventure@midgard.is. Þú getur einnig hringt í okkur í síma 578 3370.

 

AFBÓKUNAR- OG ENDURGREIÐSLUSKILMÁLAR

Afbókunar- og endurgreiðsluskilmálar eru eftirfarandi:

100% endurgreiðsla ef ferð fellur niður sökum sóttvarnaákvarðana eða veikinda tengdum Covid-19
80% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 7 daga fyrirvara
50% endurgreiðsla ef afbókað með meira en 72 klst fyrirvara
Engin endurgreiðsla ef afbókað með minna en 72 klst fyrirvara

Ef við aflýsum ferðinni vegna veðurs þá endurgreiðum við að sjálfsögðu að fullu. Ef veður yrði mjög vont þá gætum við a) gert breytingar á ferðatilhögun og gengið fram og til baka úr Básum eða b) kynnt til sögunnar aðra gönguleið þar sem veður væri betra. Ef til þess kæmi að leið b) yrði valin þá verður það kynnt sérstaklega og fólki gefinn kostur á að samþykkja eða hætta við.

 

RÉTT Í LOKIN…TVÆR SPURNINGAR

VILTU BÓKA FLEIRI NÆTUR Á MIDGARD BASE CAMP?

Midgard Base Camp á Hvolsvelli býður upp á bæði hótel og hostel gistingu. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldur (börn elska að gista hjá okkur), vinahópinn og pör. Yndislegur heitur pottur með mögnuðu útsýni, sauna, stórt sameiginlegt rými, bar, veitingastaður, gestaeldhús, aðstaða til að þurrka tjöld og búnað, þvottavél, þurrkari, næg bílastæði og margt fleira.

>> Kynntu þér málið hér!

 

VISSIR ÞÚ AF MIDGARD RESTAURANT?

Veitingastaðurinn okkar býður upp á “FEEL GOOD FOOD”  sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

>> Smelltu hér til að lesa meira!