54.900 ISK
One tour per person
Nýtt!
Apríl- Okt.
Season
1 dagur/2 nætur
Duration

Ganga í Þórsmörk með Midgard Adventure

Komdu með í gönguferð í einni fallegustu gönguparadís á Íslandi með reyndum leiðsögumanni Midgard Adventure. Nóttina fyrir gönguna er gist á Midgard Base Camp. Eftir staðgóðan morgunmat er hópnum skutlað inn í Bása í Goðalandi þar sem gangan hefst. Gönguleið dagsins fer eftir veðri, vindum og stemningu. Mögulegar gönguleiðir eru Tindfjallahringur, Rjúpnafell, Valahnjúkur, Útigönguhöfði, Hvannárgil eða Réttarfell. Þetta verður skemmtilegur göngudagur með sirka 8-12 km langri göngu. Við viljum hafa leiðarval sveigjanlegt eftir aðstæðum og munum velja skemmtilegustu leiðina hverju sinni. Eftir göngu mun hópurinn gæða sér á grilluðum hamborgara og kældum bjór eða gosi. Eftir mat er ekið að Midgard Base Camp þar sem fólk getur mýkt stirða vöðva í heitum potti og gufubaði. Þegar úthaldið er búið er lagst til hvílu í uppábúinni koju.

Hvað er innifalið?

  • Gönguleiðsögn
  • Skutl frá Midgard Base Camp inn í Þórsmörk
  • Hamborgari og bjór/gos í Þórsmörk
  • Skutl frá Þórsmörk að Midgard Base Camp
  • Gisting í tvær nætur í uppábúinni koju á Midgard Base Camp
  • Morgunverður (x2)
  • Undirbúningsfundur kvöldið fyrir gönguna
  • Aðgangur að heitum potti og sauna á Midgard Base Camp

 

Verð: 54.900 kr. á mann

Viltu frekar gista í tveggja manna herbergi? Smelltu hér.

 

Dagsetningar 2023

Hægt er að sjá allar dagsetningar í bókunarvélinni. Vinsamlega athugið að lágmarksþátttaka í ferð er 8 manns.

 

Fyrir hverja er þessi ferð?

Þessi ganga er fyrir alla sem vilja upplifa töfra Þórsmerkur. Landslagið, litina og kraftinn! Ferðin er tilvalin fyrir byrjendur sem eru að taka sín fyrstu skref í útivist.

 

Frekari upplýsingar um gönguna:

Lengd göngu: 8-12 km. Hækkun um: 600m. Tímalengd göngu: fer eftir hópnum en almennt um 5-6 tímar.

 

Gistingin:

Kojuherbergin eru 4-6 manna. Við reynum eftir fremsta megni að setja vinahópa saman í herbergi. Kojuherbergin eru mjög skemmtileg. Þau státa af veglegum, heimasmíðuðum kojum sem eru boltaðar í gegnum vegginn. Rúmin er uppábúin og dýnurnar, sængurnar og sængurverin eru af góðum gæðum. Kojurnar eru þannig útbúnar að hægt er að draga gardínu fyrir, þannig fæst meira næði. Hver koja er jafnframt með sér rafmagnstenglum og læstri hirslu. Klósett og sturtur eru sameiginleg.

Viltu frekar tveggja manna herbergi með sérbaði? Smelltu hér!

>> Kynntu þér Midgard Base Camp hér

 

Nestispakki

Í bókunarferlinu getur þú bætt við nestispakka til að hafa með í gönguna. Í honum er:
– Kljúklingabaunavefja (vegan)
– Skyr
– Ávöxtur
– Múslístykki
– Lítið súkkulaðistykki
 
Verð: 3.500 ISK
Lýsing á innihaldi vefjunnar: Salat, kjúklingabaunir, rauðlaukur, súrar gúrkur, kapers, vegan majó, ferskt dill, fersk steinselja, sítrónusafi, salt og pipar
 
Ps. á myndinni er vatnsflaska en hún fylgir ekki með í nestispökkunum. Því biðjum við ykkur að koma með eigin vatnsflösku.

 

BÓKAÐU Í DAG OG UPPLIFÐU EINA FALLEGUSTU GÖNGUPARADÍS ÍSLANDS MEÐ MIDGARD!

 

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningu? Hafðu samband við okkur hér eða sendu okkur póst á adventure@midgard.is. Þú getur einnig hringt í okkur í síma 578 3370.

Smelltu hér til að lesa afbókunar- og endurgreiðsluskilmála Midgard.

 

RÉTT Í LOKIN…TVÆR SPURNINGAR

VILTU BÓKA FLEIRI NÆTUR Á MIDGARD BASE CAMP?

Midgard Base Camp á Hvolsvelli býður upp á bæði hótel og hostel gistingu. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldur (börn elska að gista hjá okkur), vinahópinn og pör. Yndislegur heitur pottur með mögnuðu útsýni, sauna, stórt sameiginlegt rými, bar, veitingastaður, gestaeldhús, aðstaða til að þurrka tjöld og búnað, þvottavél, þurrkari, næg bílastæði og margt fleira.

>> Kynntu þér málið hér!

 

VISSIR ÞÚ AF MIDGARD RESTAURANT?

Veitingastaðurinn okkar býður upp á bragðgóðan mat  sem bæði nærir og kætir. Við leggjum áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á rétti fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

>> Smelltu hér til að lesa meira!