One tour per person
All Year
Season
3 Days
Duration

Hér er hún komin, jógahelgi a la Midgard. Við erum búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi. Að bjóða upp á helgi þar sem við tvinnum saman jóga og útivist. Við elskum að fara með fólk út í náttúruna, skemmta okkur, hrista upp í hópnum og skila fólkinu okkar til baka brosandi, kraftmiklu og fullu af innblæstri.

Jógakennari Midgard mun leiða hópinn í gegnum fjölbreytta jógatíma sem henta byrjendum jafnt sem lengra komnum. Við ætlum ekki að taka okkur alvarlega. Líta samt inn á við, hreyfa okkur og fá ferskt loft í lungun. Njóta þess að brjóta upp hversdagsleikann og finna orkuna sem býr innra með okkur.

 

HVAÐ ER INNIFALIÐ?

  • Full dagskrá frá föstudagskvöldi til sunnudagseftirmiðdags
  • 4 jógatímar og cacao serímónía
  • Afþreying í tvo fulla daga:
    • Ísganga og ísklifur á Sólheimajökli
    • Fjallganga upp á Þríhyrning
  • Gisting í uppábúinni koju í tvær nætur á Midgard Base Camp (uppfærsla í 2ja manna herbergi kostar 4.500 kr. á mann per/nótt)
  • Fullt fæði frá föstudagskvöldi til sunnudags eftirmiðdags
  • Aðgangur að heitum potti og gufubaði

 

DAGSETNINGAR

Það er engin ferð framundan eins og er. Við tökum vel á móti öllum fyrirspurnum.

 

DAGSKRÁ

Föstudagur

16.00-18.00 Mæting á Midgard Base Camp

18:30 „Velkomin á Midgard“ – stutt spjall þar sem við förum yfir hvað er framundan

18:45 Mjúkur jógatími þar sem gefum okkur tíma til að lenda og setjum tóninn fyrir helgina

19:15 Fordrykkur

19:30 Kvöldverður

Laugardagur

8:30 – 9:30 „Wake Up“ jógatími og grænt skot

10:00 Morgunverður

11:00 Lagt af stað í ísgöngu-  og klifur á Sólheimajökli

17:00 Mjúkt Jóga, teygjur og jóga nidra við heimkomu aftur á Midgard Base Camp. Eftir tímann er tilvalið að slaka á í heita pottinum og gufubaðinu.

19:30 Kvöldverður og áframhaldandi sprell eins og orkan leyfir. Við skellum í karíókí ef það er stemning fyrir því.

Sunnudagur

8:30- 90:30 „Wake Up“ jógatími og grænt skot

09:30 Brunch

11:00 Lagt af stað í fjallgöngu. Við endum gönguna á cacao serímóníu við varðeld í Tumastaðaskógi með 100% hreinu kakó frá Gvatemala.

16:00 Komið til baka að Midgard Base Camp og hver heldur til síns heima

 

BÓKAÐU Í DAG OG UPPLIFÐU JÓGA & ÚTIVIST Á MIDGARD

 

Hér fyrir neðan getur þú lesið þér betur til um ferðina og eins skoðað svör við algengum spurningum.

 

JÓGA & ÚTIVIST

Við munum fá góðan skammt af fjölbreyttu jóga og útiveru. Jógatímarnir munu gera þig tilbúin/n fyrir ævintýri dagsins og gefa þér tækifæra til að endurnærast og hlaða batteríin.

Fyrri daginn munum við fara í ísgöngu á Sólheimajökli sem er einstök upplifun. Fyrir áhugasama verður líka í boði að prófa ísklifur. Engin reynsla af ísgöngu eða ísklifri er nauðsynleg. Upp á jökli munum við hugleiða og gera önduræfingar þar sem við tökum inn þá einstöku orku sem við fáum frá jöklinum. Að hugleiða og slaka í faðmi náttúrunni á sér fáar hliðstæður.

Seinni daginn munu leiðsögmenn Midgard leiða hópinn í fjallgöngu upp á Þríhyrning. Gangan í heild sína tekur um 4 tíma og í góðu skyggni er útsýnið stórbrotið. Þríhyrningur er fjall heimamanna. Tiltölulega óþekkt perla sem okkur langar að kynna fyrir fleirum því gangan er mjög skemmtileg og nokkuð auðveld (svipuð og Esjan). Eftir gönguna munum við fara inn í Tumastaðaskóg sem er einstaklega fallegur skógur inn í Fljótshlíðinni og þar verður cacao serímóníu við varðeld þar sem við njótum með 100% hreinu kakó frá Gvatemala.

ENDURNÆRANDI DVÖL

Andrúmsloftið á Midgard Base Camp er vinalegt og afslappað. Á neðri hæðinni er stórt sameiginlegt rými þar sem við komum saman til að slaka á eftir daginn og deila upplifun okkar. Eftir að hafa andað að okkur fersku lofti yfir daginn er upplagt að hvíla þreytta vöðva í heita pottinum og gufubaðinu, jafnvel með ískaldan bjór eða kokteil við hönd.

Matur er stór partur af öllum góðum ferðum. Í þessari ferð munu kokkarnir á Midgard sjá okkur fyrir gómsætum mat sem bæði nærir og kætir. Við leggjum áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og að gera sem mest frá grunni.

 

SVÖR VIÐ ALGENGUM SPURNINGUM

Gistingin:

Kojuherbergin eru 4-6 manna. Við reynum eftir fremsta megni að setja vinahópa saman í herbergi. Kojuherbergin eru mjög skemmtileg. Þau státa af veglegum, heimasmíðuðum kojum sem eru boltaðar í gegnum vegginn. Rúmin er uppábúin og dýnurnar, sængurnar og sængurverin eru af góðum gæðum. Kojurnar eru þannig útbúnar að hægt er að draga gardínu fyrir, þannig fæst meira næði. Hver koja er jafnframt með sér rafmagnstenglum og læstri hirslu.

Viltu frekar sérherbergi? Uppfærsla í 2ja manna herbergi kostar 4.500 kr. á mann per/nótt. Vinsamlega sendu okkur póst á adventure@midgard.is ef þú vilt uppfæra gistinguna í sérherbergi.

 

Maturinn:

Hér er matseðillinn í grófum dráttum frá Kalla kokk. Kalli kemur frá Svíþjóð og er snillingur í eldhúsinu. Ástríðan hans skín í gegn. Þema helgarinnar er indverskt!

FÖSTUDAGUR

Kvöldmatur:

Grænmetisklattar með ferskri jógúrt sósu
Salat með ristuðum rauðrófum
Nýbakað ostabrauð”
Sticky toffee” bananakaka í eftirrétt

LAUGARDAGUR

Morgunmatur:
Girnilegt morgunverðarhlaðborð a la Midgard

Hádegismatur:
Midgard nestispakki: kjúklingabaunavefja, skyr, ferskur ávöxtur, múslístykki, lítið súkkulaðistykki og ávaxtasafi

Kvöldmatur:
Kjúklingabauna karrý með raita sósu, hrísgrjónum og heimalöguðu brauði
Salat

Creme Caramel í eftirrétt

SUNNUDAGUR:

Midgard dögurður
Nasl til að taka með okkur í gönguna.

 

Breytingar á dagskrá:

Langar þig að breyta dagskránni eða bæta einhverju við? Við getum bætt við meira adrenalíni eða gert meira úr afslöppun, hvað myndi henta þínum hópi? Heyrðu endilega í okkur með því að senda okkur póst á adventure@midgard.is.

Smelltu hér til að lesa afbókunar- og endurgreiðsluskilmála Midgard.

 

Ferðagjöfin:

Til þess að nýta ferðagjöfina þarftu að ná í Ferdagjof appið í símann þinn og fylgja leiðbeiningum til að ná í kóða sem þú setur svo undir „gift certificate“ í bókunarferlinu.

 

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningu? Hafðu samband við okkur hér eða sendu okkur póst á adventure@midgard.is. Þú getur einnig hringt í okkur í síma 578 3370.

 

RÉTT Í LOKIN…TVÆR SPURNINGAR

VILTU VITA MEIRA UM MIDGARD BASE CAMP?

Midgard Base Camp á Hvolsvelli býður upp á bæði hótel og hostel gistingu. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldur (börn elska að gista hjá okkur), vinahópinn og pör. Yndislegur heitur pottur með mögnuðu útsýni, sauna, stórt sameiginlegt rými, bar, veitingastaður, gestaeldhús, aðstaða til að þurrka tjöld og búnað, þvottavél, þurrkari, næg bílastæði og margt fleira.

>> Kynntu þér Midgard Base Camp betur hér!

 

VISSIR ÞÚ AF MIDGARD RESTAURANT?

Veitingastaðurinn okkar býður upp á “FEEL GOOD FOOD”  sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

>> Smelltu hér til að lesa meira!