FROM 120.000 ISK
One tour per person
July-August
Season
5 Days
Duration

Okkur hjá Midgard langar að fá ykkur með í tjaldferðalag um eina af uppáhaldsleiðum okkar að Fjallabaki. Leiðina köllum við einfaldlega Krókinn vegna þess að hún liggur um Krók, á leiðinni er krækt í marga fallega staði sem mörgum eru ókunnir og við krækjum inn á Laugaveginn. Leiðin sameinar þannig göngu utan alfaraleiðar og tengingu við eina þekktustu gönguleið á Íslandi.

Ferðin er trússferð. Við sjáum um flutning á farangri en þið berið vistir og fatnað fyrir hvern göngudag.

Ferðin hentar flestum sem hafa áhuga á göngum og steinliggur fyrir þá sem eru að fara í sínar fyrstu gönguferðir með gistingu í tjaldi. Hún hentar líka vel foreldrum sem vilja kynna slíkan ferðamáta fyrir börnum sínum og hún hentar sérlega vel fyrir fjölskyldu- og vinahópa.

 

HVAÐ ER INNIFALIÐ?

  • Fjallaleiðsögumaður 
  • Trúss / Farangursflutningar
  • Undirbúningsfundur u.þ.b. viku fyrir brottför á Zoom
  • Kvöldverðir öll kvöld ferðarinnar x4
  • Morgunverðir á Midgard x2 
  • Gisting í uppábúinni koju á Midgard Base Camp x2
  • Tjaldstæði
  • Pottur og sauna á Midgard
  • Leiðsögn í meðferð áttavita, korta og gps
  • Kort af svæðinu
  • Aðgangur að heitum potti og gufubaði á Midgard Base Camp

 

VERÐ:

Fullorðnir: 120.000 kr.

Börn: 108.000 kr.

Þú getur nýtt ferðagjöfina! Sjá leiðbeiningar aðeins neðar.

 

DAGSETNINGAR:

Við erum ekki búin að negla niður dagsetningu fyrir næstu ferð. Ef þú hefur áhuga á Króksleið endilega hafðu samband og segðu okkur hvaða dagsetning myndi henta þér.

 

HAFÐU SAMBAND

Ekki hika við að hafa samband! Það er engin skuldbinding og hópurinn þarf alls ekki að vera stór.  Þú getur notað fyrirspurnarmöguleikann hér á síðunni, sent okkur póst á adventure@midgard.is eða heyrt í okkur í síma 578 3370.

 

FERÐATILHÖGUN

Fyrir ferð förum við yfir rötun með gps tækjum og áttavita og korti. Við sjáum svo til þess að þið notið þessa þekkingu á leiðinni og fáið þannig grunnskilning á rötun og kortalestri.

Farið er á eigin bílum á upphafsstað göngu og skildir þar eftir. Leiðin er fær jepplingum. Hægt er að óska eftir flutningi frá Midgard.

Midgard sér um kvöldverði – þið sjáið sjálf um morgunverði og nesti. Markmið okkar með þessu fyrirkomulagi er að auðvelda fólki að fara af stað í sína fyrstu tjaldgöngu án þess að þurfa að stressa sig of mikið á undirbúningi ferðar en þó ekki að færa ykkur allt á silfurfati.

Síðasta göngudaginn endum við aftur á Midgard Base Camp þar sem við njótum þess að fara í heita pottinn og gufuna, borðum saman, skellum upp myndasýningu úr ferðinni og rifjum upp góðar stundir.

Gist er í Midgard Base Camp við upphaf og lok göngu. Lagt af stað snemma morguns frá Midgard að Markarfljóti þar sem bílar eru skildir eftir. Heildargönguleiðin er tæplega 46 km og skiptist á þrjá daga. Gist er tvær nætur í tjaldi.

Viku fyrir ferð, undirbúningsfundur á ZOOM.

Dagur 1:

  • Mætt að kvöldi á Midgard Base Camp.
  • Undirbúningsfundur og máltíð með hópnum. Búnaður yfirfarinn og lokapökkun í bakpokana. Farið yfir grunnstefin í rötun með korti og áttavita og gps.
  • Á Midgard er hægt að njóta gufunnar og heita pottsins áður en þið leggist til hvílu fyrir ferð.

Dagur 2:

  • Farið snemma af stað og keyrt inn Fljótsthlíð og inn á Fjallabak. Bílum lagt við Markarfljót þaðan sem gangan hefst.
  • Fyrsta dagleiðin liggur frá Markarfljóti inn að Króki. Ótrúlega falleg leið um ævintýralegan dal með þónokkru vatnabusli.
  • Lengd dagleiðar: 13 km. Gist í tjöldum í Króki.

Dagur 3:

  • Gengið frá Króki yfir litla brú á Markarfljóti. Við göngum fram Sátu, að Torfahlaupi og þaðan í náttstað. Minna um vöð en daginn áður en alltaf gott að vera undirbúinn fyrir slíkt.
  • Lengd dagleiðar: 17 km.
  • Gist í tjöldum í Hvanngili.

Dagur 4:

  • Gengið frá Hvanngili. Fylgjum Laugaveginum að Hattfelli þar sem við beygjum út niður Hattfellsdal og endum gönguna eins og við hófum hana, ein, utan alfaraleiðar.
  • Lengd dagleiðar: 16 km.
  • Myndasýning frá ferðinni, sprell, sögustund og matur, heitur pottur og gufa á Midgard Base Camp við lok ferðar.
  • Gist í Midgard Base Camp.

Dagur 5:

  • Eftir morgunverð og góða upprifjun halda allir til sinna heima eða á vit annarra ævintýra.

 

BÓKAÐU Í DAG OG UPPLIFÐU HINA EINSTÖKU KRÓKSLEIÐ

 

SVÖR VIÐ ALGENGUM SPURNINGUM

Hvað er ekki innifalið?

  • Flutningur til og frá upphafsstaðar göngu (mögulegt að bóka)
  • Eigin fatnaður
  • Tjald (mögulegt að leigja)
  • Dýna (mögulegt að leigja)
  • Svefnpoki (mögulegt að leigja)
  • Morgunverður dagana sem vaknað er í tjaldi (x2)
  • Nesti göngudagana (x3)
  • Eldunaráhöld t.d. jet boil 
  • Mataráhöld, hnífapör, glös og diska. 

 

Eftirfarandi er hægt að bóka aukalega:

  • Flutning á til og frá brottfararstað 
  • Tjald
  • Tjalddýna

 

Gistingin á Midgard Base Camp:

Kojuherbergin eru 4-6 manna. Við reynum eftir fremsta megni að setja hópa saman í herbergi. Kojuherbergin eru mjög skemmtileg. Þau státa af veglegum, heimasmíðuðum kojum sem eru boltaðar í gegnum vegginn. Rúmin er uppábúin og dýnurnar, sængurnar og sængurverin eru af góðum gæðum. Kojurnar eru þannig útbúnar að hægt er að draga gardínu fyrir, þannig fæst meira næði. Hver koja er jafnframt með sér rafmagnstenglum og læstri hirslu.

Viltu frekar sérherbergi? Uppfærsla í 2ja manna herbergi kostar 4.500 kr. á mann per/nótt. Vinsamlega sendu okkur póst á adventure@midgard.is ef þú vilt uppfæra gistinguna í sérherbergi.

Smelltu hér til að lesa afbókunar- og endurgreiðsluskilmála Midgard.

 

Ferðagjöfin:

Til þess að nýta ferðagjöfina þarftu að ná í Ferdagjof appið í símann þinn og fylgja leiðbeiningum til að ná í kóða sem þú setur svo undir „gift certificate“ í bókunarferlinu.

 

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningu? Hafðu samband við okkur hér eða sendu okkur póst á adventure@midgard.is. Þú getur einnig hringt í okkur í síma 578 3370.

 

RÉTT Í LOKIN…TVÆR SPURNINGAR

VILTU VITA MEIRA UM MIDGARD BASE CAMP?

Midgard Base Camp á Hvolsvelli býður upp á bæði hótel og hostel gistingu. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldur (börn elska að gista hjá okkur), vinahópinn og pör. Yndislegur heitur pottur með mögnuðu útsýni, sauna, stórt sameiginlegt rými, bar, veitingastaður, gestaeldhús, aðstaða til að þurrka tjöld og búnað, þvottavél, þurrkari, næg bílastæði og margt fleira.

>> Kynntu þér Midgard Base Camp betur hér!

 

VISSIR ÞÚ AF MIDGARD RESTAURANT?

Veitingastaðurinn okkar býður upp á “FEEL GOOD FOOD”  sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð og reynum að gera allt frá grunni. Við bjóðum upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

>> Smelltu hér til að lesa meira!

 

Króksleið Midgard