One tour per person

Skemmtun fyrir vinahópa

Ef þú ert að leita að skemmtun eða óvissuferð fyrir vinahóp þá eigum við ýmislegt í pokahorninu, bæði dagsferðir og helgarferðir. Við bjóðum upp á ýmsa valkosti fyrir vinahópa þar sem við tvinnum saman ævintýri með Midgard Adventure við mat og drykk hjá Midgard Base Camp. Við getum einnig boðið upp á gistingu hjá Midgard Base Camp.

Þið annað hvort komið til okkar á Hvolsvöll eða við sækjum ykkur með rútu í bæinn. Fyrsta stopp er að sjálfsögðu Midgard Base Camp þar sem þið fáið kaffi og “meðí” eða léttan hádegisverð áður en gleðin hefst. Eftir það er haldið á vit ævintýra sem auðvelt er að aðlaga að fjárhag og mismunandi gerð og stærð hópa

Í lok dags er komið við aftur á Midgard Base Camp í léttar veitingar, kaffi og kökur, drykk eða máltíð. Fyrir þá sem vilja gera enn meira úr ferðalaginu er svo hægt að gista hjá okkur eða á nærliggjandi hótelum.

 

 

Hafðu samband

Hafðu samband og við sendum á þig tillögu til baka. Gott væri  að fá smá upplýsingar um hópinn, svo sem aldursdreifingu, kyn, hvort þið séuð með eitthvað sérstakt í huga og eins hversu „aktív“ þið viljið vera. Til að hafa samband getur þú notað fyrirspurnarformið hér á síðunni, sent okkur póst á adventure@midgard.is eða hringt í síma 578 3370. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að afþreyingu fyrir vinahópa.

 

Hugmyndir að afþreyingu og ferðum fyrir vinahópa

 

Midgard Surprise

Við bjóðum ykkur upp á ævintýraferð þar sem við lofum engu öðru en að gera ykkur daginn eftirminnilegan. Val á áfangastað getur verið breytilegt og háð veðri en oftar en ekki farið í Þórsmörk. Stoppað á leiðinni á fallegum stöðum þar sem við bætum við stuttum göngum og einföldum leikjum. Inni í Þórsmörk er farið í stutta göngu við allra hæfi, boðið upp á léttar veitingar, leiki og gítarspil.

Mögulegar viðbætur:

  • Vaðið í Merkurkeri
  • Leikið í Nauthúsagili
  • Hópnum skipt í mismunandi erfiðar göngur
  • Heitur pottur og gufa í Midgard Base Camp
  • Jóga/Bjórjóga inn í mörk eða á Midgard Base Camp
  • Gisting (Midgard Base Camp, Þórsmörk eða öðrum nálægum stöðum)

 

Fljótshlíðarfjör

Morgunverður eða dögurður í Midgard Base Camp. Þaðan er farið á rútu inn með Fljótshlíð með nokkrum stoppum á leiðinni t.d. við Gluggafoss og Þorsteinslundi þar sem við bregðum aðeins á leik.

Þaðan er keyrt inn að Felli og gengið og leikið eins og hentar hópnum . Gengið meðfram Þórólfsá eða upp á Þórólfsfell. Grillað í Felli, sungið og spilað.  Eftirréttur og drykkur í Base Camp á leið í bæinn.

Mögulegar viðbætur:

  • Brauð grillað yfir opnum eldi
  • Hópnum skipt í mis erfiðar göngur
  • ATV fjórhjólaævintýri
  • Heitur pottur og gufa í Midgard Midgard Base Camp
  • Jóga/Bjórjóga
  • Gisting í fjallaskála, Midgard Base Camp eða öðrum nálægum stöðum

 

Ísdagur: ganga – klifur – sleði

Eftir stutta viðdvöl í Midgard Base Camp er ferðinni haldið áfram austur á Sólheimajökul þar sem leiðsögumenn Midgard Adventure gefa innsýn í undraheim jöklanna, aðstoða fólk við að festa á ísbrodda og leiða hópinn svo í gönguferð um jökulinn. Hér er hægt að bæta við ísklifri ef hópurinn er þannig samsettur. Hér er einnig hægt að skipta ísgöngu út fyrir snjósleða eða bæta snjósleðaferðinni við.

Mögulegar viðbætur:

  • Snjósleði
  • Ísklifur
  • Dögurður eða kvöldverður í Base Camp
  • Eftirmiðdagskaffi eða drykkur í Base Camp
  • Heitur pottur og gufa í Midgard Base Camp
  • Gistingu á Midgard Base Camp

 

Tumastaðaskógur

Ferðin byrjar á því að skoða nýja eldfjallasetrið á Hvolsvelli. Eftir það er keyrt inn Fljótshlíðina og inn í Tumastaðaskóg þar sem við göngum um skógræktina og grillum brauð yfir eldi við harmónikuleik, söng eða gítarspil. Þaðan er komið í Base Camp í kvöldverð og drykk.

Mögulegar viðbætur:

  • Ganga á Þríhyrning
  • Útreiðatúr
  • ATV fjórhjólaævintýri
  • Hægt er að bæta við stöðvum úr Sveitastemmaranum
  • Gisting í Midgard Base Camp
  • Nauthúsagil
  • Merkurker
  • Jóga/Bjórjóga

 

Sveitastemmari

Hver og einn velur sér fyrirfram eina afþreyingarstöð eftir sínu áhugasviði.  Markmiðið er að kynna ykkur fyrir heimamönnum og öllum áhugaverðu stöðunum og möguleikunum í kringum Hvolsvöll. Tímalengd hverrar stöðvar er á bilinu 2-3 klst og hver starfsmaður velur sér eina stöð til þátttöku í. Fjöldi stöðva fer eftir stærð hóps. Sem dæmi um stöðvar má nefna:

  • Tónlistarstöð
  • Fjallgöngustöð
  • Íslendingasagnastöð
  • Íþróttastöð
  • Fat-bike stöð
  • Skógræktar- og útivistarstöð

Mögulegar viðbætur:

  • Hádegisverður/kvöldverður
  • Prívat opnun á sundlauginni
  • Drykkur eða miðdagskaffi í Base Camp að loknum afþreyingum
  • Gisting í Base Camp eða nágrenni

Hafðu samband og við sendum á þig nánari lýsingu á hverri stöð og verðtilboð.

 

Fleiri hugmyndir

  • Tveggja daga ganga – gist í tjaldi eða fjallaskála
  • Gisting á jökli
  • Hellakvöldverður
  • Hjólaferðir
  • Jóga 
  • Ganga um Fimmvörðuháls
  • Jeppaferð á Eyjafjallajökul
  • Gisting í fjallakofa inni á miðjum Sprengisandi með minni og stærri hópa
  • Skipta hópnum upp eftir áhuga, sumir ganga, sumir hlaupa, sumir njóta. Hópurinn tengdur hluta úr degi

 

Afmæli, brúðkaup eða partý!

Langar þig að halda upp á afmæli, bjóða í brúðkaup eða skella í gott partý? Hægt er að leigja Midgard Base Camp undir einkasamkvæmi. Midgard Restaurant býður upp á frábæran mat og við erum með 62 blönduð gistirými, frá kojum til prívat herbergja með prívat baðherbergjum.

 

Umsögn um Midgard

 

Við vorum að leita að dagsferð fyrir hóp sem er mjög fjölbreyttur. Við vorum ekki með mikinn pening en okkur langaði til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég vissi af Midgard og talaði við Björgu, hún kom með  mjög margar tillögur að hlutum sem hægt er að gera á Suðurlandi. 

Við enduðum á að fara m.a. í dásamlega skógarferð með leiðsögn og varðeldi, alveg hreint ógleymanlega skemmtilegt. Ég get svo sannarlega mælt með Midard fyrir stóra og litla hópa sem vilja gera sér glaðan dag. Þjónustan var  mjög góð og maturinn, drykkirnir og umhverfið allt alveg hreint frábært.

– Guðbjörg Káradóttir

Hafðu samband

Ekki hika við að hafa samband! Það er engin skuldbinding og hópurinn þarf alls ekki að vera stór.  Þú getur notað fyrirspurnarmöguleikann hér á síðunni, sent okkur póst á adventure@midgard.is eða heyrt í okkur í síma 578 3370.

Tumastaðaskógur staffaferð
Hópefli með Midgard
Starfsmannaferðir Midgard
Fyrirtækjaferðir Midgard
Óvissuferð með Midgard